Um norræna líkanið

Norræna velferðarmódelið er einstakt í heiminum. Það hefur leitt til þess að á Norðurlöndunum eru almennt góð og stöðug samfélög þar sem fara saman há lífsgæði, jafnræði, jafnrétti og sjálfbær, umhverfisvæn þróun.

NordMod2030 verkefnið útskýrir í stórum dráttum hvernig til hefur tekist. Að miklu leyti er um að ræða opin hagkerfi með sterkri samhjálp þar sem meginstoðirnar eru hagstjórn, velferð og skipulagður vinnumarkaður.